Sex Selfyssingar á NM

Sex Selfyssingar á NM

Sex keppnismenn frá Umf. Selfossi hafa verið valdir í íslenska landsliðið til þess að keppa á Norðurlandamóti í Hilleröd í Danmörku helgina 26.-27. maí 2018.

Þetta eru þeir Egill Blöndal Ásbjörnsson, Grímur Ívarsson, Úlfur Þór Böðvarsson, Breki Bernharðsson, Hrafn Arnarsson og Halldór Bjarnason.

Væntum við þess að þeir komi að vanda hlaðnir verðlaunum til baka.