Sigursælir Selfyssingar

Sigursælir Selfyssingar

Íslandsmót í júdó fyrir keppendur yngri en 21 árs fór fram laugardaginn 29. apríl í húsnæði júdódeildar Ármanns í Laugardalnum í Reykjavík.

Þátttaka var mjög góð eða 124 keppendur frá ellefu félögum. Júdódeild Umf. Selfoss sendi að þessu sinni níu keppendur og röðuðu þeir inn verðlaunum.

Grímur Ívarsson varð Íslandsmeistari í -100 kg undir 21 árs og Íslandsmeistari í sveitakeppni  undir 21 árs.

Úlfur Böðvarsson varð Íslandsmeistari í -90 kg undir 18 ára, Íslandsmeistari í -90 kg  undir 21 árs og Íslandsmeistari í sveitakeppni undir 18 ára.

Bjartþór Böðvarsson varð í þriðja sæti í -73 kg undir 18 ára, Íslandsmeistari í sveitakeppni  undir 18 ára og Íslandsmeistari  í sveitakeppni undir 21 árs.

Hrafn Arnarson varð í öðru sæti í -60 kg undir 18 ára, 3. sæti í -60 kg undir 21 árs, Íslandsmeistari í sveitakeppni  undir 18 ára og Íslandsmeistari  í sveitakeppni undir 21 árs.

Halldór Bjarnason varð í þriðja sæti í -81 kg undir 18 ára og Íslandsmeistari í sveitakeppni undir 21 árs.

Krister Frank Andrason varð Íslandsmeistari í -38 kg undir 15 ára.

Jakop Tomcyk varð Íslandsmeistari í -46 kg undir 13 ára.

Jónas Skarphéðinsson varð í þriðja sæti í -66 kg undir 18 ára, Íslandsmeistari í sveitakeppni undir 18 ára og Íslandsmeistari sveitakeppni undir 21 árs.

Böðvar Arnarsson varð í öðru sæti í -55 kg undir 13 ára.

Gaman var að sjá framistöðu framistöðu Jónasar Skarphéðinssonar og Smára Guðmundssonar sem var að keppa í fyrsta sinn. Haukur Ólafsson átti sína góðu spretti en engin verðlaun þennan daginn. Böðvar Arnarsson keppti til úrslita í sínum flokki og stóð sig einskaklega vel en varð að játa sig sigraðan eftir jafna og spennandi keppni í framlengdri viðureign. Hafa fáir sýnt jafn mikla framför undanfarið eins og þeir bræður Hrafn og Böðvar Arnarssynir.

Mótið fór mjög vel fram og var á köflum mjög spennandi og vakti sveitakeppnin í undir 18 ára og undir 21 árs mikla athygli og var mjög spennandi.

Umf. Selfoss vann sveitakeppnina í báðum aldursflokkum og að öllum öðrum ólöstuðum vakti sérstaka athygli framistaða þeirra bræðra Úlfs og Bjartþórs Böðvarssona sem komu heim frá Danmörku til þess að keppa fyrir sitt félag.

Grímur Ívarsson glímdi af öryggi og sigraði sínar viðureignir með nokkrum yfirburðum og stefnir nú á að verja Norðurlandameistaratitil sinn í Noregi í maí.

gs

Frá vinstri eru Bergur Pálsson, Grímur, Bjartþór, Hrafn, Jónas, Halldór, Úlfur, Smári, Garðar Skaptason.
Ljósmynd: Umf. Selfoss