Spennandi og flottar viðureignir á HSK mótinu

Spennandi og flottar viðureignir á HSK mótinu

HSK mótið í júdó 15 ára og eldri fyrir árið 2014 var haldið í Sandvíkursal júdódeildarinnar 8. janúar. Alls voru 15 keppendur í þremur þyngdarflokkum auk opins flokks en nokkur forföll voru vegna meiðsla og veikinda.

Margar spennandi og flottar viðureignir sáust og nokkur óvænt úrslit. Gaman var að sjá ungu keppendurna leggja þá eldri og reyndari.

Hvetjum alla sem áhuga hafa á júdó og líkamsrækt að prófa að mæta á júdóæfingu.

Úrslit urðu eftirfarandi;

-73 kg flokki

 1. sæti Brynjólfur Ingvarsson
 2. sæti Bjartþór Böðvarsson
 3. sæti Hrafn Arnarson

-90 kg flokki

 1. sæti Egill Blöndal
 2. sæti Guðmundur Tryggvi Ólafsson
 3. sæti Þór Jónsson

+90 kg flokki

 1. sæti Baldur Pálsson
 2. sæti Úlfur Böðvarsson
 3. sæti Bergur Pálsson

Í opnum flokki

 1. sæti Egill Blöndal
 2. sæti Guðmundur Tryggvi Ólafsson
 3. sæti Brynjólfur Ingavarsson