Sveitakeppni seniora

Sveitakeppni seniora

Um helgina tekur sveit Selfoss þátt í Sveitakeppni í júdó. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. nóvember og hefst kl. 15. Mótslok eru áætluð um kl. 18. Fimm sveitir eru skráðar til leiks og koma þær frá Draupni, JR, Selfossi og Ármanni sem er með tvær sveitir og keppa allir við alla.

Þetta er síðasta stórmótið á árinu og jafnfram hvað mest spennandi að fylgjast með. Fyrst var keppt í sveitakeppni karla árið 1974 og verður þetta því í 38 skiptið sem keppnin fer fram.

Tags: