Þór og Egill í æfingabúðum í Danmörku

Þór og Egill í æfingabúðum í Danmörku

Selfyssingarnir Þór Davíðsson og Egill Blöndal ásamt Birni Lúkasi Haraldssyni og Loga Haraldssyni voru í vikulöngum æfingabúðum í Gerlev í Danmörku í lok júlí.

Þangað fóru þeir í boði danska júdósambandsins sem endurgalt með því greiðann frá því á síðasta RIG er Júdósamband Íslands bauð nokkrum dönskum keppendum til þáttöku. Þurftu strákarnir einungis að standa straum af kostnaði við flugfar til Danmerkur.

Í æfingabúðunum voru allir sterkustu keppendur Dana auk fjölda annara þátttökuþjóða. Þetta er vonandi gott start hjá þeim fyrir komandi átök en það styttist óðum í að starfsemi Júdódeildar Selfoss fari á fullt skrið eftir sumarfrí.