Þrenn verðlaun á Reykjavík open

Þrenn verðlaun á Reykjavík open

Selfyssingar áttu sex fulltrúa á Reykjavík Júdó open, sterkasta júdómóti ársins á Íslandi, sem fram fór í Laugardalshöllinni um seinustu helgi.

Þór Davíðsson krækti í silfurverðlaun í -100 kg flokki, Egill Blöndal hlaut brons í -90 kg flokki, og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir náði í brons í +57 kg. flokki. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá þessu unga fólki en þau kepptu öll við mun eldri og reyndari andstæðinga.

Auk þeirra kepptu þremenningarnir Böðvar Þór Kárason, Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson á mótinu.

Verðlaunahafarnir Þór, Þórdís Mjöll og Egill.
Mynd: Gissur Jónsson.