Þrír Selfyssingar á NM

Þrír Selfyssingar á NM

Fyrir páska tilkynnti Júdósamband Íslands um val á landsliðshópi cadett (U18) og juniora (U21) sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi 24.-25. maí næstkomandi.

Þrír Selfyssingar voru meðal þeirra sem valdir voru til þátttöku. Í yngri flokknum eigum við tvo fulltrúa sem eru Grímur Ívarsson sem keppir í -81 kg flokki og Úlfur Böðvarsson sem keppir í -90 kg flokki. Egill Blöndal keppir í -90 kg flokki í eldri aldurshópnum.

Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á mótinu.

Frétt á heimasíðu JSÍ.