Tvenn bronsverðlaun á RIG

Tvenn bronsverðlaun á RIG

Júdódeild Selfoss sendi fimm keppendur á júdókeppni RIG, Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana, sem haldin var í Reykjavík 25. janúar. Úlfur Þór Böðvarson og Breki Bernhardsson unnu til bronsverðlauna.

Úlfur vann til bronsverðlauna í -90 kg flokki og Breki í -73 kg flokki. Böðvar Arnarson keppti í -81 kg flokki en hann var að keppa á sínu fyrsta móti í flokki seniora, aðrir keppendur voru þeir Hrafn Arnarson sem keppti í -90 kg flokki og Jakob Tomczyk sem keppti í -66 kg flokki. Þeir stóðu sig allir með prýði þó ekki hafi unnist til verðlauna.

Úrslit mótsins

bp

Úlfur (t.v.) og Breki með verðlaun á RIG.
Ljósmynd: Umf. Selfoss