Vel heppnuð æfingaferð á Blönduós

Vel heppnuð æfingaferð á Blönduós

Laugardaginn 21. apríl fór hópur af ungum júdóiðkenndum í árlega æfingaferð til Blönduós. Þar voru haldnar sameiginlegar æfingar með iðkendum frá Sauðárkróki og Blönduósi.

Að lokinni æfingu á laugardeginum var farið í sund, skemmt sér í félagsmiðstöðinni og pizzapartý um kvöldið. Gist var í íþróttahúsinu á staðnum og þurftu allir að vakna snemma á sunnudeginum því æfing hófst klukkan 10. Eftir æfingu var pylsupartý fyrir allan hópinn.

Tags: