Vormót seniora

Vormót seniora

Vormót JSÍ fór fram á laugardag í húsakynnum JR og voru keppendur tæplega þrjátíu frá átta félögum en Júdódeild Selfoss átti þrjá keppendur á mótinu.

Það er skemmst frá því að segja að Þór Davíðsson sigraði örugglega í -100 kg flokki, Egill Blöndal hafnaði í þriðja sæti í -90 kg flokki en hann tapaði fyrir sigurvegara mótsins í undanúrslitum. Auk þeirra keppti Gunnar Kristjánsson á mótinu en hann tapaði báðum sínum viðureignum.