150 milljóna risapottur á nýju ári

150 milljóna risapottur á nýju ári

Íslenskar getraunir hefja nýtt ár með látum og bjóða upp á risapott í Enska boltanum. Bætt verður við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta og tryggt að hún verði um 150 milljónir króna (9.5 milljónir SEK).

Það er því ástæða til að skoða Enska getraunaseðilinn vel og tippa áður en lokað verður fyrir sölu kl. 14.00 á laugardag.

Getraunakaffið í Tíbrá er opið milli kl. 11 og 13 á morgun laugardag þar sem boðið er upp á rjúkandi kaffi, gott spjall og bakkelsi frá Guðnabakaríi.

 

Tags: