
11 sep 2. flokkur skorar á meistaraflokk

Strákarnir í 2. flokki á Selfossi hafa skorað meistaraflokk kvenna á hólm í söngeinvígi á lokahófi knattspyrnudeildar Selfoss laugardaginn 21. september.
Það var Markús Árni Vernharðsson fyrirliði 2. fl. karla sem mætti með indíánafjaðrirnar og afhenti Guðmundu Brynju Óladóttur fyrirliða Pepsi deildarliðs Selfoss áskorunina.
Á kaffistofum bæjarins hefur því heyrt fleygt að Gunnar Borgþórsson þjálfari kvennaliðsins muni mæta í Spandex galla og dansi við Grease syrpu.