210 milljóna risapottur – Nýr hópleikur

210 milljóna risapottur – Nýr hópleikur

Það er veisla í boði fyrir tippara um helgina. Á Enska getraunaseðlinum er risapottur áætlaður upp á 210 milljónir króna fyrir 13 rétta og gerist fyrsti vinningur vart stærri. Á Sunnudagsseðlinum verður einnig risapottur í boði þar sem vinningar fyrir 10 og 11 rétta á Miðvikudagsseðlinum náðu ekki lágmarksupphæð og bætast því við fyrsta vinning sem áætlaður er um 55 milljónir króna. Svo er HM í handbolta á Lengjunni, enska úrvalsdeildin og fleira skemmtilegt.

Kíktu í Tíbrá milli kl. 11 og 13 í dag og gerðu leikina aðeins skemmtilegri með því að tippa á enska boltann.

Á morgun hefst líka vorleikur Selfoss getrauna og hvetjum við fólk til skrá sig til leiks á www.tippleikur.is/selfoss eða mæta í Tíbrá og fá sér rjúkandi heitann kaffibolla og bakkelsi frá Guðnabakaríi.

Þú styður starf Umf. Selfoss með því að merkja við 800 á getraunaseðlinum.