Æfingaleikur við Víking frá Færeyjum í Kórnum á laugardaginn

Æfingaleikur við Víking frá Færeyjum í Kórnum á laugardaginn

Selfyssingar leika á laugardaginn æfingaleik við Víking frá Færeyjum. Leikurinn verður spilaður á vetrar-heimavelli Selfyssinga, Kórnum Kópavogi, og hefst kl. 13.30 laugardaginn 10. mars. Víkingar frá Færeyjum hafa komið hingað til lands undanfarin ár og leikið við íslensk lið. Þeir hafa t.a.m gert jafntefli við Fram og Breiðablik og tapað 2-0 fyrir FH.

Gaman verður að sjá nýju leikmennina í þessum leik. Jon Andre skrifaði undir samning á dögunum og þá má geta þess að Babacar er komin heim og mun spila leikinn. Líklegt er einnig að Tómas Leifsson spili sinn fyrsta leik fyrir Selfyssinga. Svo er aldrei að vita nema einhver annar leikmaður verði komin á trial fyrir helgi.