Æsispennandi keppni um sæti í Pepsi-deildinni

Æsispennandi keppni um sæti í Pepsi-deildinni

Gríðarlega spenna er í keppni þriggja liða um tvö laus sæti í Pepsi-deildinni að ári þar sem stelpurnar okkar standa vel að vígi fyrir lokaumferðina.

Í gær tóku stelpurnar á móti Hömrunum frá Akureyri og gátu með sigri komið sér afar þægilega fyrir að toppi deildarinnar. Gestirnir gáfu hins vegar ekkert eftir og það var ekki fyrr en á 92. mínútu að Selfyssingum tókst að koma knettinum í netið en þá tók dómari leiksins þá ótrúlegu ákvörðun að flauta af fullkomlega löglegt mark. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli þrátt fyrir töluverða yfirburði heimakvenna í leiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum leik er Selfoss með þriggja stiga forskot á liðin tvö fyrir neðan HK/Víking og Þrótt sem eiga leik til góða. Baráttan um sæti í Pepsi-deild kvenna að ári er gríðarlega hörð. Í lokaumferð deildarinnar sem fram fer laugardaginn 9. september mæta stelpurnar einmitt liði HK/Víkings á útivelli.

Chanté markvörður Selfyssinga átti afar rólegan dag á JÁVERK-vellinum.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tags: