Afar slæmt tap á heimavelli

Afar slæmt tap á heimavelli

Selfoss steinlá á heimavelli fyrir Þrótti R. þegar liðin mættust í Lengjudeildinni í gær, lokatölur 0-3, Þrótti í vil.

Gestirnir náðu forystunni eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Þróttar kom eftir tíu mínútur í síðari hálfleik en þriðja markið kom í uppbótartíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfyssingar sitja í 10. sæti deildarinnar með tólf stig. Næsti leikur liðsins er gegn Gróttu á Seltjarnaresi í dag, fimmtudaginn 5. ágúst, kl. 19:15. Upp með hausinn og áfram gakk.

ahm

Selfyssingarnir Jón Vignir Pétursson (t.v.) og Þorsteinn Daníel Þorsteinsson voru svekktir með leikinn gegn Þrótti.
Ljósmynd úr safni: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð