Afar svekkjandi jafntefli

Afar svekkjandi jafntefli

Selfyssingar gerðu afar svekkjandi jafntefli við Tindastól í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Lokatölur voru 1-1 en það var Ingólfur Þórarinsson sem gerði mark okkar úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Selfoss er áfram í níunda sæti 1. deildar með 18 stig að loknum 16 umferðum. Næsti leikur er á Selfossvelli gegn botnliði Völsungs miðvikudaginn 21. ágúst kl. 18:30. Athugið að nú líður að hausti og því er leikurinn eilítið fyrr en venjulega.

Lesa má um gang mála í leiknum á vef Sunnlenska.is.

Tags: