Afhroð gegn Fram

Afhroð gegn Fram

Selfyssingar steinlágu fyrir Fram þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum í gær.

Fram komst yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik og eftir það sáu heimamenn aldrei til sólar í leiknum. Mörkin komu hvert af öðru og enduðu leikar 0-4, toppliðinu í vil. Þrátt fyrir óhagstæð úrslit sköpuðu Selfyssingar sér nokkur fín færi í leiknum en boltinn vildi ekki yfir línuna.

Nánar er fjallað um leikinn á vef sunnlenska.is

Selfoss er í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar með 4 stig. Næsti leikur er afar mikilvægur í botnbarátunni en liðið mætir Aftureldingu í Mosfellsbæ þann 18. júní kl. 19:15.

Umf. Selfoss/ahm

Adam Örn Sveinbjörnsson og félagar hans í varnarlínu Selfoss áttu við ramman reip að draga í leiknum gegn Fram.
Ljósmynd: Umf. Selfoss