Aftur luku Selfyssingar leik tíu

Aftur luku Selfyssingar leik tíu

Á laugardag fóru strákarnir á Ísafjörð þar sem þeir mættu heimamönnum í BÍ/Bolungarvík.

Það er skemmst frá því að segja að flugþreytan hefur haft áhrif á strákana sem náðu sér vart á strik í leiknum. Annan leikinn í röð léku Selfyssingar einu færri bróðurpart leiksins eftir að Svavar Berg Jóhannsson var rekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik. Það var Geir Kristinsson sem skoraði jöfnunarmerk Selfyssinga í fyrri hálfleik.

Að loknum 18 umferðum í 1. deild er Selfoss í 10. sæti með 22 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Næsti leikur er sannkallaður sex stiga leikur þegar strákarnir taka á móti liði KV á JÁVERK-vellinum á föstudag kl. 18:30.

Geir Kristinsson skoraði mark Selfyssinga fyrir vestan.
Mynd: Umf. Selfoss/Brandur Jónsson

Tags: