Andleysi í Árbænum

Andleysi í Árbænum

Stelpurnar okkar sóttu Fylki heim í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Það er skemmst frá því að segja að liðið virtist aldrei komast í takt við leikinn og sú barátta og kraftur sem einkennt hefur liðið undanfarin ár virtist víðsfjarri.

Fylkir vann 2-0 en heimakonur létu Selfoss um að stjórna leiknum og beitti hættulegum skyndisóknum þegar færi gafst. Meira var um barning en skemmtilegan fótbolta og greinilegt að Selfoss þarf að pússa sinn leik fyrir leik gegn ÍBV sem fram fer á JÁVERK-vellinum þriðjudaginn 19. maí og hefst kl. 18:00.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.