Andvaraleysi í Kórnum

Andvaraleysi í Kórnum

Annan leikinn í röð lágu Selfyssingar 1-2 í Inkasso-deildinni. Að þessu sinni voru það Kópavogspiltarnir í HK sem lögðu okkar stráka í Kórnum.

Heimamenn skoruðu strax á fyrstu mínútu en JC Mack jafnaði metin með góðu skoti á 16. mínútu. Það liðu þó aðeins þrjár mínútur áður en HK skoraði sigurmark leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í 9. sæti með 21 stig og tekur á móti Leikni frá Reykjavík fimmtudag 17. ágúst klukkan 18:30 á JÁVERK-vellinum.