Annað tap gegn Stjörnunni

Annað tap gegn Stjörnunni

Selfoss heimsótti Stjörnuna í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær. Þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum en liðin mættust í bikarúrslitunum síðastliðinn laugardag.

Leikurinn fór fram í Garðabæ og var jafnræði með liðunum. Kristrún Rut Antonsdóttir jafnaði fyrir Selfoss í fyrri hálfleik og var staðan 1-1 í hálfleik. Selfyssingar áttu mörg góð marktækifæri í seinni hálfleik en stórbrotin frammistaða markvarðar Stjörnunnar kom í veg fyrir að okkar stelpur skoruðu. Stjarnan laumaði hins vegar inn tveimur mörkum og vann 3-1.

Fjallað er um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni er Selfoss í fimmta sæti með 23 stig. Næsti leikur er á JÁVERK-vellinum gegn Fylki mánudaginn 8. september kl. 18:00.

Kristrún Rut skoraði mark Selfyssinga.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson