Apótekarinn einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Selfoss

Apótekarinn einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Selfoss

Nú á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur milli Apótekarans og Knattspyrnudeildar Selfoss.

Mikil ánægja er hjá báðum aðilum með nýjan samning. 

Apótekarinn er og verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar og mun vera mjög sjáanlegur partur af knattspyrnusumrinu á Selfossi.

Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur. 

 

 

Í Apótekaranum færðu lægra verð, persónulega, örugga og faglega þjónustu. Allt fagfólk  knattspyrnudeildar mælir með að kíkja í Kjarnann á Selfossi og gera góð kaup.