Arnar Logi í raðir Selfyssinga

Arnar Logi í raðir Selfyssinga

Selfoss hefur gert þriggja ára samning við miðjumanninn Arnar Logi Sveinsson sem kemur til Selfyssinga eftir að hafa leikið með Ægi í yngri flokkunum.

Arnar er fæddur árið 1997 en þrátt fyrir ungan aldur á hann níu leiki að baki í deild og bikar með Ægi en hann var einungis 14 ára þegar hann spilaði með liðinu í bikarnum árið 2011.

Síðastliðið sumar spilaði Arnar Logi tvo leiki með Ægismönnum í 2. deildinni en auk þess spilaði hann með sameiginlegu liði Selfoss, Hamars, Ægis og Árborgar í 2. flokki.

Á myndinni eru Arnar Logi ásamt Zoran Miljkovic (t.h.) þjálfara Selfyssinga og Jóni Steindóri Sveinssyni (t.v.) aðstoðarþjálfara.
Ljósmynd: Umf. Selfoss