Aron Darri æfði með Norkjöping

Aron Darri æfði með Norkjöping

Aron Darri Auðunsson leikmaður Selfoss dvaldi síðustu viku í Svíðþjóð þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum Norkjöping, en með því liði spilar einmitt okkar maður Guðmundur Þórarinsson.
 
Aron Darri æfði einnig með Norkjöping síðastliðin september. Hann hefur staðið sig virkilega vel í vetur, æft af krafti og bætt knattspyrnulega getu sína mikið.