Aron Darri skaut Selfyssingum áfram

Aron Darri skaut Selfyssingum áfram

Selfyssingar eru komnir í 32-liða úrslit Mjólkurbikarkeppni karla í eftir nauman sigur á Hvíta riddaranum.

Það var varamaðurinn Aron Darri Auðunsson sem skaut Selfyssingum áfram með eina marki leiksins á 85. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar sækja úrvalsdeildarlið Fjölnis heim í næstu umferð og fer leikurinn fram í Grafarvogi miðvikudaginn 24. júní.

Bikarmeistarar Selfoss drógust gegn Stjörnunni á útivelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ 1. júlí.

Aron Darri skoraði glæsilegt mark.
Ljósmynd: Umf. Selfoss

Tags:
,