Áslaug Dóra á Norðurlandamótinu með U16

Áslaug Dóra á Norðurlandamótinu með U16

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir leikmaður Selfoss og U16 ára liðs Íslands stóð í ströngu með liðinu á Opna Norðurlandamótinu í Noregi. Eftir 0-2 tap gegn Svíum í fyrstu umferð sigruðu þær England 1-0 og unnu svo sögulegan 2-1 sigur á Þýskalandi.

Liðið varð í öðru sæti í riðlinum á eftir Svíum þar sem innbyrðis viðureign þeirra skilur liðin að. Stelpurnar tryggði sér þriðja sætið á mótinu með sigri á Hollandi í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma, en strax var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Ísland sigraði.

iri

Áslaug Dóra var í byrjunarliði Íslands í öllum sigurleikjum liðsins og stóð svo sannarlega fyrir sínu.
Ljósmynd: KSÍ