Atvinnumenn Selfyssinga í heimsókn

Atvinnumenn Selfyssinga í heimsókn

Fjórir leikmenn af Selfossi sem í dag eru atvinnumenn í knattspyrnu mættu í Knattspyrnuskóla Selfoss í gær. Þeir heilsuðu upp á þátttakendur ásamt því að gefa góð ráð og eiginhandaráritanir.

Leikmennirnir eru (frá vinstri) Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg 08, Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í Osló, Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Stavangri og Sindri Pálmason, leikmaður Esbjerg í Danmörku.

Þeir eru allir búnir að fara í gegnum yngri flokka starf félagsins og eru nú fastamenn í sínum liðum.

Mynd: Umf. Selfoss/Gissur