Baráttusigur í Breiðholtinu

Baráttusigur í Breiðholtinu

Selfoss vann mikilvægan sigur í erfiðum leik gegn ÍR á útivelli í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Það var Barbára Sól Gísladóttir sem skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss hefur 32 stig í toppsæti deildarinnar en þar á eftir koma Þróttur með 29 stig, HK/Víkingur með 27 stig og Keflavík með 24 stig. Í næsta leik tekur liðið á móti Skagakonum föstudaginn 18. ágúst klukkan 18:00.

Barbára Sól fann skotskóinn í Breiðholtinu.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tags: