Barbára í aðalhlutverki á La Manga

Barbára í aðalhlutverki á La Manga

Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir var í aðalhlutverki með U19 ára landsliði Íslands sem tók þátt á æfingamóti á La Manga í byrjun mars.

Ísland vann alla þrjá leiki sína á La Manga, gegn Sviss, Ítalíu og Þýskalandi og gerði Barbára sér lítið fyrir og skoraði í þeim öllum. Þess má get að þetta var fyrsti sigur U19 ára liðs Íslands gegn Þýskalandi í sögunni.

Clara Sigurðardóttir leikmaður Selfoss var einnig valin í hópinn fyrir mótið en varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Barbára (nr. 7) skoraði í öllum leikjum U19 ára landsliðsins á La Manga.
Ljósmynd: KSÍ

Tags:
, ,