Barbára og Halldóra til Azerbaísjan

Barbára og Halldóra til Azerbaísjan

Barbára Sól Gísladóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir leikmenn meistaraflokks Selfoss voru valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM í Azerbaísjan í lok mánaðar.

Þá var Guðmundur Axel Hilmarsson í æfingahóp U17 ára landsliðs karla sem æfði um seinustu helgi.

Ljósmynd: Umf. Selfoss