Besti árangur Selfoss frá upphafi

Besti árangur Selfoss frá upphafi

Selfoss lauk leik í Pepsi deildinni á laugardag þegar liðið lá 4-0 fyrir Val á Vodafonevellinum að Hlíðarenda. Í hálfleik var staðan 2-0 og bættu Valskonur tveimur mörkum við í upphafi síðari hálfleiks. Jafnræði var með liðunum til leiksloka.

Selfoss endaði í 6. sæti Pepsi deildarinnar með 21 stig sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Liðið fékk fimm stigum meira en í fyrra og bætti markatölu sína um 33 mörk. Það verður spennandi að takast á við Pepsi deildina á næsta ári.