Bikarleikur hjá strákunum í kvöld

Bikarleikur hjá strákunum í kvöld

Selfoss á bikarleik við KB á Selfossvelli kvöld kl. 19:15 í 16-liða úrslitum Birgunarbikars karla. Lið KB, sem kemur úr Breiðholtinu, leikur í B-riðli 3. deildar. Liðið er sem stendur í 4. sæti riðilsins með 9 stig eftir 6 umferðir. Í bikarkeppninni er hver leikur sjálfstæður leikur og allt getur gerst. Menn verða því að mæta einbeittir til leiks, hvort sem þeir eru inn á vellinum eða í áhorfendastúkunni. Áfram Selfoss!