Bikarleikur við Þrótt R. á Valbjarnarvelli á sunnudaginn

Bikarleikur við Þrótt R. á Valbjarnarvelli á sunnudaginn

Selfyssingar mæta Þrótti Reykjavík í 8-liða úrslitum Bogunarbikars karla á Valbjarnarvelli á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15. Mikilvægt er að stuðningsmenn Selfoss mæti vel og hvetji okkar menn til dáða. Með sigri kemst liðið í 4-liða úrslit. Aðrir leikir í 8-liða úrslitum eru ÍBV – KR, Víkingur R. – Grindavík og Stjarnan – Fram.