Björn Kristinn þjálfar stelpurnar áfram

Björn Kristinn þjálfar stelpurnar áfram

Í lok desember framlengdi knattspyrnudeild samning við Björn Kristinn Björnsson um að þjálfa meistaraflokk kvenna. Björn Kristinn náði frábærum árangri með liðið á síðasta ári. Liðið varð Lengjubikarmeistari í c-deild og í 2. sæti í 2. deild Íslandsmótsins, en sá árangur tryggði liðinu sæti íPepsi deildinni í fyrsta skipti. Í lok sumars var Björn kosinn þjálfari ársins í 1. deildinni.

Við sama tækifæri skrifuðu fjórar knattspyrnukonur undir nýja tveggja ára samninga við félagið. Þetta voru þær Thelma Sif Kristjánsdóttir, Anna María Friðgeirsdóttir, Katrín Ýr Friðgeirsdóttir og Þóra Margrét Ólafsdóttir. Undanfarið hefur verið unnið í því að styrkja hópinn og ætti það að koma í ljós á næstu vikum.