Bríet, Eva og Kristrún með nýja samninga

Bríet, Eva og Kristrún með nýja samninga

Á dögunum skrifuðu Bríet Mörk Ómarsdóttir, Eva Lind Elíasdóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmenn Pepsi deildarliðs Selfoss undir nýjan samning við knattspyrnudeildina. Gunnar Borgþórsson þjálfari meistaraflokks var afar ánægður að hafa náð samningum við stelpurnar enda eru þær hluti af einum efnilegasta árgangi sem upp hefur komið hjá Selfossi.