Brosandi stelpur í fótbolta

Brosandi stelpur í fótbolta

Yfir 70 brosmildar fótboltastelpur mættu risastóra fótboltaæfingu á Selfossvelli síðastliðinn laugardag í blíðskapar veðri. Þar fór fram sérstök stelpuæfing með leikmönnum og þjálfurum í meistaraflokki Selfoss. Allar höfðu gaman af og skein ánægjan úr hverju andliti. Kvennaknattspyrnan á Selfossi hefur verið í mikilli sókn undanfarin misseri og eru stelpurnar í Pepsi deildinni frábærar fyrirmyndir fyrir allar ungar fótboltastelpur á Selfossi og nágrenni.

Myndasyrpa frá æfingunni verður í næstu Dagskrá.