Brotlending á gervigrasinu

Brotlending á gervigrasinu

Selfyssingar lutu í gervigras þegar þeir heimsóttu Hauka í Hafnarfirði í 1. deildinni í gær. Áhorfendur, sem margir voru á bandi Selfyssinga, voru vart búnir að koma sér fyrir í stúkunni þegar öll mörk leiksins höfðu litið dagsins ljós. Lokatölur urðu 2-1 og var það Ingi Rafn Ingibergsson sem minnkaði muninn fyrir Selfoss á 10. mínútu og þar við sat.

Lesa má nánari umfjöllun um leikinn á vef sunnlenska.is.

Næsti leikur er á Selfossvelli gegn BÍ/Bolungarvík sunnudaginn 11. ágúst kl. 17:00.

Tags: