Dagný háskólameistari í Bandaríkjunum

Dagný háskólameistari í Bandaríkjunum

Dagný Brynjarsdóttir varð um helgina háskólameistari í knattspyrnu í Bandaríkjunum með liði Florida State háskólans sem sigraði Virginíuháskóla 1-0. Dagný er fyrirliði liðsins sem vann þrefalt á tímabilinu en hún er jafnframt í hópi bestu leikmanna háskóladeildarinnar og spilaði allan úrslitaleikinn.

Dagný (t.h.) ásamt liðsfélaga sínum Berglindi Þorvaldsdóttur.
Ljósmynd af vefnum Vísir.is

Tags: