Dagný í liði ársins í Bandaríkjunum

Dagný í liði ársins í Bandaríkjunum

Landsliðskonan og Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir, sem gekk á dögunum til liðs við Selfyssinga og leikur með þeim í Pepsi deildinni næsta sumar, var valin í lið ársins í bandaríska háskólaboltanum í knattspyrnu. Lið hennar frá Florida State háskólanum (FSU) fór alla leið í úrslitaleikinn um titilinn.

Dagný var í byrjunarliðinu í 25 leikjum á tímabilinu og var efst hjá liðinu í stigum (33 fyrir mörk + stoðsendingar), mörkum (14), skotum (74), skotum á mark (37) og sigurmörkum en hún tryggði Florida State sigur í sjö leikjum. Hún er önnur af tveimur leikmönnum FSU í úrvalsliðinu en hin er Kassey Kallman.

Sagt var frá þessu á vef Sunnlenska.is.

Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl