Dagný klárar tímabilið með Selfoss

Dagný klárar tímabilið með Selfoss

Nú liggur fyrir að Dagný Brynjarsdóttir klárar keppnistímabilið með Selfoss en hún hefur verið einn af máttarstólpunum í liðinu í sumar.

Þetta er afar ánægjulegt þar sem Dagný velur Selfoss fram yfir tilboð sem henni barst frá Noregi og Svíþjóð. Þetta undirstrikar þann mikla metnað sem lagður er í kvennafótboltann á Selfossi en stelpurnar í meistaraflokki eru fyrirmyndir allra ungra knattspyrnumanna á Selfossi og Suðurlandi.

Sjá viðtal við Dagnýju á vefnum Fótbolti.net.

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl