Dagný mætir Dönum á fimmtudag

Dagný mætir Dönum á fimmtudag

Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Dönum á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst.

Fyrir helgi kynnti Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, 20 manna hóp fyrir leikinn mikilvæga við Dani. Með sigri í þeim leik á Ísland góða möguleika á sæti í umspili fyrir lokakeppni HM 2015, sem fram fer í Kanada næsta sumar.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni.

Dagný í leik gegn Sviss undankeppni HM í maí.