Dagný meistari í Þýskalandi

Dagný meistari í Þýskalandi

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, fyrrum leikmaður Selfoss, varð um helgina þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu með liði sínu FC Bayern München og er þetta er í fyrsta sinn sem ís­lensk kona verður þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu.

Dagný byrjaði á vara­manna­bekkn­um í dag en kom inn í síðari hálfleik þegar um tíu mín­út­ur voru til leiks­loka. Þetta var síðasti leik­ur henn­ar fyr­ir félagið en hún heldur á ný mið í sumar.

Á vef Sunnlenska.is er nánar fjallað um lokaumferðina auk þess sem Dagný er tekin tali.

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tags: