Dagný og Guðmunda Brynja með landsliðinu í Makedóníu og Slóveníu

Dagný og Guðmunda Brynja með landsliðinu í Makedóníu og Slóveníu

Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmenn Selfoss, voru á dögunum valdar í landslið Íslands sem mætir Makedóníu í dag og Slóveníu mánudaginn 26. október í undankeppni EM 2017. Báðir leikirnir fara fram á útivelli og eru í beinni útsendingu á RÚV. Leikurinn gegn Makedóníu hefst kl. 11:20 og gegn Slóveníu kl. 16:50 á mánudag.

Guðmunda Brynja kemur aftur inn í hópinn en hún var ekki valin í leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á dögunum. Dagný skoraði seinna mark Íslands í þeim leik.