Dagný og Gumma í undankeppni HM

Dagný og Gumma í undankeppni HM

Guðmunda Brynja Óladóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru í landsliðshópi Íslands sem mætir Ísrael þann 5. apríl og Möltu 10. apríl í undankeppni HM.

Stelpurnar okkar voru einnig með íslenska liðinu sem endaði í 3. sæti á Algarve mótinu fyrr í þessum mánuði og stefnir á að fylgja þeirri frammistöðu eftir með því að ná í tvo sigra í komandi leikjum.

Glæsilegur árangur hjá þessum frábæru fulltrúum íþróttafólks á Selfossi og Suðurlandi.

Nánar má lesa um verkefni landsliðsins á heimasíðu KSÍ. Einnig má þar finna ferðaplan landsliðsins.

Dagný í leik með landsliðinu gegn Svíum á Algarve.
Ljósmynd: KSÍ