Dagný setti tvö gegn Serbum

Dagný setti tvö gegn Serbum

Íslendingar unnu stórsigur á Serbum 9-1 á Laugardalsvelli á miðvikudag í seinustu viku. Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Ísland og skoraði tvö mörk. Guðmunda Brynja Óladóttir sat allan tímann á varamannabekknum.

Þetta var lokaleikur Íslands í undankeppni HM og endaði liðið í öðru sæti í riðlinum en komust þó ekki í umspil fyrir úrslitakeppni HM sem fram fer í Kanada 2015.

Fjallað er um leikinn á vef KSÍ.

Dagný stóð sig vel að vanda.
Mynd: Myndasafn KSÍ