Dagný skoraði gegn Möltu

Dagný skoraði gegn Möltu

Dagný Brynjarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Ísland sem vann öruggan heimasigur á Möltu með fimm mörkum gegn engu í undankeppni fyrir HM í Kanada í gær.

Dagný stóð fyrir sínu á miðjunni og skoraði fjórða mark Íslendinga í leiknum eftir mikla orrahríð í markteig Möltu.

Varnarmaðurinn Thelma Björk Einarsdóttir var einnig kölluð inn í hópinn en kom ekkert við sögu í leiknum.

Ísland er með 13 stig í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Dönum en þjóðirnar mætast í næsta leik ríðilsins á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst.

Selfyssingar fjölmenntu á leikinn til að styðja stelpurnar sínar.

Mynd: KSÍ