Dagný spilaði allan leikinn gegn Dönum

Dagný spilaði allan leikinn gegn Dönum

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Dani í gær í undankeppni HM 2015, en liðin mættust í Vejle í Danmörku. Dagný spilaði allan leikinn og stóð sig vel að vanda.

Ísland er með 10 stig í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Dönum og Ísraelum. Á fimmtudag mætir liðið Möltu á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn kl. 18:00.

Mynd: KSÍ