
26 jan Dagný til Bayern München

Dagný Brynjarsdóttir sem lék með Selfyssingum í Pepsi deildinni sl. sumar hefur gengið til liðs við þýska stórliðið FC Bayern München. Dagný er þrátt fyrir ungan aldur margreynd landsliðskona auk þess sem hún varð háskólameistari í Bandaríkjunum fyrir áramót. Frábær áfangi hjá þessari glæsilegu knattspyrnukonu.
Nánar var fjallað um félagaskipti Dagnýjar á vef Sunnlenska.is.
—
Ljósmynd af vef FC Bayern