Dagný til liðs við Selfoss á ný

Dagný til liðs við Selfoss á ný

Dagný Brynjarsdóttir, sem varð fyrir skemmstu þýskur meistari í knattspyrnu með FC Bayern München, hefur gengið til liðs við Selfoss á nýjan leik og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Selfoss sem fékk einnig til liðs við sig varnarmanninn Maríu Rós Arngrímsdóttur frá Breiðabliki.

Nánar er fjallað um félagaskipti Dagnýjar og Maríu Rósar á vef Sunnlenska.is.

Dagný mætt á Selfoss á ný og Gunnar er glaður.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl